44. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 29. apríl 2022 kl. 08:30
Opinn fundur


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:30
Erna Bjarnadóttir (EBjarn) fyrir Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 08:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 08:30
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:45
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) fyrir (GE), kl. 08:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka Kl. 08:30
Til fundarins sem var opinn fjölmiðlum kom Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Með honum voru Sigurður H. Helgason og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ráðherra svaraði spurningum nefndarmanna um sölu á hluta af hlutabréfum ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.

2) Önnur mál Kl. 10:11
Samþykkt var að nefndin tæki við trúnaðargögnum frá Bankasýslu ríkisins. Trúnaðinum er ekki markaður tiltekinn tími og fellur hann því ekki niður. Bryndís Haraldsdóttir, Haraldur Benediktsson, Stefán Vagn Stefánsson og Þórarinn Ingi Pétursson samþykktu að nefndin tæki við gögnunum en munu sjálf hvorki veita þeim viðtöku né munu þau skoða þau. Samkvæmt 4. mgr. 37. gr. starfsreglna Alþingis munu þau víkja af nefndarfundi komi efni gagnanna til umræðu. Aðrir nefndarmenn gerðu ekki fyrirvara við móttöku gagnanna. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:19
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:20

Upptaka af fundinum